Nemendur í 3. bekk buðu foreldrum og aðstendum sínum til skemmtunar í Óðali fimmtudagskvöldið 13. mars. Þar sem þema dagskráinnar voru dýrin í Afríku en þau hafa verið að vinna með þau síðustu tvær vikur í tengslum við verkefni hjá kennaranemannum henni Ólöfu Kristínu. Nemendur sungu, léku, lásu og könnuðu þekkingu foreldra sinna með því að fara í spurningakeppni. Að lokinni dagskrá voru glæsilegar veitingar í boði foreldra. Allir nemendur bekkjarins tóku þátt í sýningu á einn eða annan hátt. Við viljum þakka foreldrum fyrir aðstoðina að ganga frá eftir sýninguna og tæknimönnum Óðals fyrir sína vinnu.