Skólahreysti

Ritstjórn Fréttir

Nú er komið að níunda riðli í Skólahreysti 2008. Fer hann fram á Akranesi á morgun fimmtudag 27. mars. Keppnin verður í Íþróttahúsinu Vesturgötu og hefst mótið kl.16:00.
Eftirtaldir níu skólar keppa : Brekkubæjarskóli, Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Snæfellsbæjar, Grunnskóli Húnaþings vestra, Grunnskólinn í Búðardal, Grunnskólinn í Stykkishólmi, Grundaskóli, Heiðarskóli í Leirársveit og Varmalandsskóli.
Það fer stór hópur nemenda úr 8 – 10. bekk á Skagann til að hvetja þátttakendur skólans sem eru fjórir, tvær stelpur og tveir strákar. Keppnin verður svo sýnd á Skjá Einum á þriðjudaginn kl. 20:10
Nánar er hægt að lesa nánar um skólahreysti á vefsíðunni www.skolahreysti.is