Skráning í samræmd próf

Ritstjórn Fréttir

15 janúar rennur út frestur fyrir nemendur 10. bekkjar til að skrá sig í samræmd próf. Prófað verður í sex námsgreinum í vor og verður fyrsta prófið 2. maí.

Prófin eru algerlega valfrjáls en inntökuskilyrði í framhaldsskóla eru bundin því að þau séu tekin og er misjafnt eftir námsbrautum hvaða prófa er krafist.