Undirbúningur fyrir samræmdu prófin

Ritstjórn Fréttir

Nú styttist í samræmdu prófin hjá 10. bekk, en þau verða dagana 29. apríl til 8. maí. Á vef Námsmatsstofnunnar ( http://www.namsmat.is/) er að finna ýmsar upplýsingar um samræmdu prófin. Nemendur eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir prófin en það er misjafn hve mörg próf hver nemandi tekur. Á netinu er hægt að finna verkefni og próf sem geta komið að góðum notum við undirbúninginn.
Hér er eru nokkrar gagnlegar vefslóðir.
Dagsetningar samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2008:
Íslenska þriðjudagur 29. apríl kl. 09:00 – 12:00
Enska miðvikudagur 30. apríl kl. 09:00 – 12:00
Náttúrufræði föstudagur 2. maí kl. 09:00 – 12:00
Samfélagsgreinar mánudagur 5. maí kl. 09:00 – 12:00
Danska þriðjudagur 6. maí kl. 09:00 – 12:00
Stærðfræði fimmtudagur 8. maí kl. 09:00 – 12:00