Kynningarferð

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 31. mars fara nemendur í 10. bekk til Reykjavíkur og skoða tvo framhaldsskóla. Þetta er liður í því að kynna þeim hvaða möguleikar eru í boði til framhaldsnáms. Byrjað verður að skoða Borgarholtsskóla og síðan verðu farið í Menntaskólann í Kópavogi. Lagt verður af stað frá skólanum kl.10.00. Þegar búið er að skoða skólana verður farið í keilu. Áætlað er að koma í Borgarnes aftur um kl.17.00. Vert er að benda nemendum og foreldrum á vefinn www.framhald.is þar sem er að finna mikið að gagnlegum upplýsingum um framhaldsnám.