Páskahérinn í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Í páskavikunni var mikið fjör í Tómstundaskólanum. Páskahérinn kom í heimsókn og kom fyrir eggjum á ólíklegustu stöðum.
Börnin leituðu um allt hús að eggjum og eftir mikla leit voru allir voru búnir að finna eitt egg. Egg fundust í úlpuvösum barnanna og voru miklar vangaveltur um það hvort hérinn hefði komið heim til þeirra um nóttina og sett eggin þar í úlpurnar. Hölluðust þau einna helst að því að svo væri. Sjá myndir