Nemendur 7. bekkjar dvelja í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði dagana 14. – 18. febrúar. Með í för eru umsjónarkennarar bekkjarins þau Franziska Pálsdóttir og Viktor Már Jónasson. Í skólabúðunum er stefnt að því:
– að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda
– að auka félagslega aðlögun nemenda
– að þroska sjálfstæði nemenda
– að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni
– að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta
– að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu
– að auka athyglisgáfu nemenda
Þá er það eitt af markmiðum skólabúðanna að venja nemendur við að búa fjarri foreldrahúsum, sofa á ókunnum stað, sjá um sig, hafa reglu á fötum og farangri sínum og hirða herbergið sitt.