7. bekkur í skólabúðum

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 7. bekkjar dvelja nú í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði ásamt umsjónarkennurum sínum þeim Bjarneyju Bjarnadóttur og Bjarna Bachmann. Í skólabúðunum er meðal annars stefnt að því að auka samstöðu og efla samvinnu nemenda og kennara; að styrkja félagslega aðlögun nemenda og þroska sjálfstæði þeirra og að nemendur fáist við áður óþekkt verkefni og kynnist nýju umhverfi.

Skólabúðirnar í Reykjaskóla hafa verið starfræktar frá árinu 1988 og þangað koma árlega um 3000 börn víðsvegar af landinu og dvelja í vikutíma við nám, leik og störf.