Verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni

Ritstjórn Fréttir

Laugardag 29.mars var verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi. Athöfnin fór fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þar voru samankomnir nemendur sem voru í 10 efstu sætunum úr hverjum árgangi, ásamt foreldrum sínum. Þessi keppni er fyrir 8., 9. og 10 bekk. Allir þátttakendur fengu viðurkenningaskjal og bíómiða í boði Sparisjóðsins á Akranesi og síðan fengu þrír efstu í hverjum árgangi peningaverðlaun að auki.
Grunnskóinn í Borgarnesi átti að sjálfsögðu sína fulltrúa. Í 8.bekk varð A. Gabríel Guðfinnsson í 1.sæti og Telma Dögg Pálsdóttir í 3.sæti. Í 9.bekk varð Árni Konráðsson í 4.sæti og Ísak Jakob Hafþórsson í 6.sæti. Í 10.bekk var síðan Guðrún Ingadóttir í 4.sæti.
Grunnskólinn óskar þessum nemendum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Myndir og frétt má einnig sjá á vef Fjölbrautaskóla Vesturlands