Diskótek í Dalabúð

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 3. apríl stendur nemendum 8.-10. bekkja til boða að fara á diskótek með s.k. samstarfsskólum (Varmaland – Grunnsk. Borgarfj. – Búðardalur – Reykhólar – Laugargerði – Heiðarskóli – Lýsuhóll – Tjarnarlundur) í Dalabúð. Diskótekið hefst kl. 20 og stendur til kl. 23. Sá sem snýr skífunum heitir Andri Ramirez og er að sögn einn sá heitasti í bransanum í dag á þessu sviði.
Fyrirhugað er að leggja af stað frá skólanum kl. 18:30 og ættum við að vera komin til baka um kl. 00:30.
Skóli verður með venjubundnum hætti á föstudag.
Þeir sem vilja koma með skrái sig hjá skólastjóra en innheimt verður hóflegt gjald kr. 1.500.- vegna fararinnar.