Fyrsti snjórinn

Ritstjórn Fréttir

Það hefði einhverntímann þótt saga til næsta bæjar að fyrsti snjórinn félli ekki fyrr en 16. janúar. En svona er það nú samt þetta skólaárið. Fyrir yngstu börnin er þetta kærkomið en þau eldri láta sér fátt um finnast.

Hins vegar þarf nú enn frekar en áður að huga að skjólgóðum klæðnaði, einkum á þetta við um unglingana okkar. Þeir klæðast sumir eins og þeir vildu að veðrið væri, ekki eftir því hvernig það er. Ef við klæðum okkur miðað við aðstæður þá er lítið mál að stunda útivist þótt á móti blási.