Mánudaginn 20. janúar verður efnt til söngkeppni í Óðali. Keppendur eru úr 8.-10. bekk og mun sigurvegari taka þátt í söngkeppni Samfés í Reykjavík síðar í mánuðinum.
Að þessu sinni verður sýning (forelda) kl. 18 en sjálf keppnin hefst kl. 20:30. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þessa dagana standa æfingar og annar undirbúningur yfir en mikið er lagt í þessa sýningu/keppni af hálfu NFGB.