Leiksýning

Ritstjórn Fréttir

Smiðjur á miðstigi fara fram einu sinni í viku. Í boði eru handmennt, hestafræði, upplýsingatækni, tónlist, leiklist, skrautskrift, myndlist, leiksund og útivist. Hópurinn sem er í leiklist æfði þrjá stutta leikþætti. Á miðvikudaginn var komið að frumsýningu og einu sýningunni. Nemendur á miðstig söfnuðust saman í stofum 29 og 30. Ekki var annað að sjá og heyra en að allir skemmtu sér vel bæði áhorfendur og leikendur. Skoða myndir