Miðvikudaginn 22. janúra kemur fulltrúi Alnæmissamtakanna í heimsókn hingað í skólann með fræðslu um þennan sjúkdóm fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Þessi fræðsluferð er styrkt af landlækni og fjallað verður um.. (sjá meira)
Umfjöllunarefni:
1. Kynning á Alnæmissamtökunum og starfsemi þeirra.
2. HIV og alnæmi, hver er munurinn. Hve margir hafa greinst hér á landi og hver er aldurs- og kynjaskipting. Hvaða breytingar hafa orðið á samsetningu þeirra sem greinast. Er til lækning? 3. Smitleiðir, hverjar eru þær. Hverjar eru varnir gegn smiti. 4. Lyfjagjafir, hvernig virka lyfin á veiruna, lækna þau eða lina. Hverjar eru aukaverkanir lyfjanna. Geta allir tekið lyfin. Hver er kostnaður við lyfjagjöf. 5. Persónuleg reynsla einstaklinganna sem fræða, en þeir eru allir HIV-jávkæðir. Hvernig smitaðist og hvenær, hver voru eigin viðbrögð og umhverfisins, aðstandenda og annarra, hver hafa áhrifin verið á líf einstaklingins. 7. Skilin verða eftir eintök af Rauða borðanum, tímariti Alnæmissamtakanna og eins upplýsinga- og fræðsluefni frá landlæknisembættinu.