Sjálfsmat skóla

Ritstjórn Fréttir

Í dag sátu meðlimir sjálfsmatshópa grunnskólanna í Borgarbyggð á námskeiði um framkvæmd sjálfsmats sem öllum skólum er gert að sinna.

Búið er að gera áætlun um framkvæmd matsins en hún tekur til næstu fjögurra ára. Hjálpartæki við matið er forritið Grunnskólarýnir sem Háskólinn á Akureyri gefur út. Er forritið gert til þess að halda utan um svör starfsmanna, forráðamanna og nemenda um fjölmarga þætti í skólastarfinu en þessir aðilar verða beðnir um að gefa upplýsingar. Verður sjálfsmatsáætlunin birt hér á vefnum innan tíðar.