
Síðasta fösudag var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði SPM. Tuttugu verkefni hlutu styrki að upphæð frá 100 til 500 þúsund krónur, alls var úthlutað kr 5.450.000. Þrjú verkefni er tengjast skólanum fengu styrki að þessu sinni að upphæð kr 1.000.000. Nemendafélag skólans fékk kr 400 þús til að halda vímuvarnaviku í haust, 9. bekkur kr 300 þús til að heimsækja jafnaldra sína í Svíþjóð og skólinn fékk kr 300 þús til að minnast 100 ára kennslu í Borgarnesi nú á haustdögum. Sparisjóðnum eru færðar þakkir fyrir þessa góðu styrki sem gerir okkur kleift að gera gott starf enn betra, takk fyrir okkur.