Nám að loknum grunnskóla á átta tungumálum

Ritstjórn Fréttir

Ritið ,,Nám að loknum grunnskóla“ um skipulag náms og námsframboð framhaldsskóla kemur nú í fyrsta sinn út á fleiri tungumálum en íslensku. Megininntak ritsins hefur verið þýtt á átta tungumál; ensku, litháísku, pólsku, rússnesku, serbnesku, spænsku, taílensku og víetnömsku.
Bæklingurinn er bæði á íslensku og erlendu tungumáli og því auðvelt fyrir námsráðgjafa, kennara og aðra sem eru í samskiptum við heimili ungmennanna, að koma skýrt til skila hvaða möguleikar eru á námsleiðum að loknu grunnskólanámi. Í bæklingum er jafnframt getið, í sérstakri töflu, um þá skóla sem bjóða upp á námsleiðir í íslensku fyrir þá sem hafa annað móðurmál en íslensku. Þetta á einnig við um þau íslensku ungmenni sem eru að flytjast til landsins og þurfa sérstakan stuðning í íslensku vegna langrar dvalar erlendis.

  • Nám að loknum grunnskóla (PDF)
    Íslenska
  • Upper Secondary Education in Iceland (PDF)
    Enska
  • Mokslo tęsimas baigus pagrindinę mokyklą (PDF)
    Litháíska
  • Nauczanie ponadpodstawowe (PDF)
    Pólska
  • Обучение на старшей ступени общего образования (PDF)
    Rússneska
  • Obrazovanje nakon zavrsene osnovne skole (PDF)
    Serbneska
  • Estudios al término de la escuela primaria (PDF)
    Spænska
  • การศึกษาต่อหลังจากจบการศึกษา ระดับประถมศึกษาปี (PDF)
    Tælenska
  • Con đường học vấn sau bậc phổ thông cơ sở (PDF)
    Vietnamska