Nú er nýlokið söngkeppni Óðals. 16 lög voru flutt af nemendum úr Grunnskólanum í Borgarnesi og Varmalandsskóla í keppninni, sem fór ákaflega vel fram.
Umgjörð keppninnar var mjög skemmtileg og sýnilegt að nemendur hafa lagt sig fram um að gera hana sem glæsilegasta. Sigurvegari kvöldsins var Hólmfríður Sævarsdóttir úr 9. bekk GB. Söng hún lagið Ichy Palms og spilaði jafnframt undir á gítar. Verður hún því fulltrúi Óðals á söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöllinni n.k. föstudag. Myndir og önnur úrslit birtast væntanlega á heimasíðu Óðals á morgun.