Nemendafélag skólans bauð upp á frábæra frumsýningu á Söngleiknum Hárinu í gær. Sýningin fór fram í félagsmiðstöðinni Óðali og var salurinn var þéttsetinn af áhorfendum sem skemmtu sér konunglega. Uppsetningin á söngleiknum er skemmtileg þar sem áhorfendur taka þátt í sýningunni á ýmsan hátt. Einnig komu tveir þátttakendur fram í hléi og sungu og spiluðu tvö lög. Skoða myndir
Hárið er söngleikur sem gerist á hippatímabilinu og fjallar um líf nokkurra ungmenna á götum stórborgar og að nokkru um baráttu friðarsinna. Allir þátttakendur í leiksýningunni stóðu sig frábærlega og er óhætt að mæla með þessari sýningu. Næstu sýningar eru kvöld kl.20:00, 12. apríl kl.17:00, 14. apríl kl. 20:00, 15. apríl kl. 20:00 og 16. apríl kl. 20:00.
Hægt er að panta miða í síma 4371287 eða senda tölvupóst á netfangið odal@borgarbyggd.is