Nemendur á yngsta stigi túlka gjarnan viðfangsefni sín og setja fram með myndrænum hætti. Appelsínugulir veggir álmunnar sem hýsir yngsta stig eru yfirleitt þaktir myndum eftir börnin. Þar má nú líta afrakstur umfjöllunar í 1. bekk um þá listasmíð sem líkaminn er; annar bekkur tengir stærðfræði og myndlist í verkefninu Ljósin í blokkinni og afrakstur verkefnis 3. bekkjar í íslensku, samfélagsfræði og náttúrufræði má sjá í listaverkinu Himingeimurinn.“ Háa skilur hnetti, himingeimur…“ segir Jónas Hallgrímsson í kvæðinu Ferðalok og þau orð koma óneitanlega upp í hugann þegar myndverkið er skoðað. Verkefnin vöktu að vonum mikla athygli á foreldradegi fyrir nokkru.