Aukasýning á Hárinu

Ritstjórn Fréttir

Nú eru aðeins eftir tvær sýningar eftir á söngleiknum Hárinu. Í kvöld kl. 20 og miðvikudagskvöldið er aukasýning kl. 20. Sýningarnar fara fram í félagamiðstöðinni Óðali. Eins og áður hefur komið fram eru það nemendur í 8. – 10. bekk sem sjá um sýninguna. Hárið er ádeiluverk með söng og gleði, þar sem allt snýst um vináttu, frelsi, hamingju og tónlist. Verkið fjallar um ungt fólk á hippatímabilinu sem vildi frelsi og frið og barðist gegn styrjöldum og tilgangslausum dauða á vígvöllum.
Aðsóknin hefur verið góð og sýnginn hefur fengið frábæra dóma td. á skessuhorni.is og í Morgunblaðinu í morgun. Nú er einnig hægt að kaupa eldri sýningar á DVD diskum í Óðali. Þetta eru sýningarnar Wake me up , Ávaxtakarfan, Bugsy Malone, Gúmmí Tarsan og Litla hryllingsbúðin. Nú er bara að fara og sjá Hárið í kvöld eða á morgun og kaupa DVD diska frá eldri sýningum í leiðinni. Sjá auglýsingu