Mikið að gerast í Íþróttaskólanum

Ritstjórn Fréttir

Nemendum í Tómstundaskólanum hefur verið boðið upp á Íþróttaskóla í vetur. Þátttaka hefur verið góð. Þessa dagana er boðið upp körfubolta og hefur Pétur Már Sigurðsson leikmaður meistaraflokks Skallaríms og starfsmaður skólans séð um þjálfun. Þá hefur Björn Sólmar, knattspyrnuþjálfari séð um knattspyrnuæfingar.
Í næstu viku kemur Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness og kynnir golfíþróttina. Síðan kemur Þorvarður Andri Hauksson og kynnir badminton. Þá mun Írís Grönfeldt kynna frjálsar íþróttir og í framhaldi verður Stubbamót í 60m hlaupi og í boltakasti.
Laugardagana 19. og 26. apríl verða tímarnir í Íþróttaskólanum haldnir úti vegna íþróttamóta í íþróttahúsinu. Foreldrar er vinsamlegast beðnir um að klæða börnin með tilliti til veðurs. Mæting er sem fyrr í íþróttahúsinu og verður annað hvort farið upp á skólalóð eða á körfuboltavöllinn við sundlaugina. Laugardaginn 3. maí verður haldið smámót á gervigrasinu og er mæting í íþróttahúsinu kl. 10.30. Þetta verður síðasti tími vetrarins
Föstudaginn 25. apríl er vetrarfrí í Grunnskólanum. Þá verður Tómstundaskólinn opinn frá kl. 07.45 til kl. 17.00. Þeir foreldrar sem óska eftir vistun þennan dag eru vinsamlegast beðnir um að skrá barnið fyrir þriðjudaginn 22. apríl. Skráningarblöðum má skila til umsjónarkennara eða í Tómstundaskólann. Stefnt er að því að fara í sundlaugina kl. 10.00.