Sjálfsmat – könnun

Ritstjórn Fréttir

Nú er vinna við sjálfsmatið á skólastarfinu hafið. Byrjað var í dag á því að leggja fyrir viðhorfakönnun og hafa nokkrir starfsmenn þegar svarað henni.

Næstu daga munu viðhorf nemenda valinna bekkja verða könnuð sem og forráðamanna, en þeir verða beðnir um að taka þátt í þessari könnun á foreldradegi þann 25. febrúar. Upplýsingar sem þarna safnast saman eru okkur ákaflega mikilvægar í þeirri viðleitni að bæta skólastarfið. Könnuninni er svarað beint á tölvu og eru svörin ekki rekjanleg.