Tannfræðingur í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 23. apríl kom Katrín Ólafsdóttir tannfræðingur í heimsókn og hittir nemendur í 5. – 9. bekk. Hún hitti einn árgang í einu og ræddi við nemendur um tannheilsu og mikilvægi þess að hugsa vel um tennurnar. Borða hollan mat og vara sig á sætum drykkjum og sætindum eins og sælgæti. Muna svo að bursta tennurnar vel kvölds og morgna. Nemendur hlustuð vel og spurðu spurninga. Þeir fengu svo að gjöf tannþráð og rauðu töflu sem á að nota þegar búið er að bursta til að sjá hvar má bursta betur.
Nánar má sjá upplýsingar um tannheilsu á http://www.lydheilsustod.is/fraedsla/fraedsluefni/tannvernd/
Góð ráð til að viðhalda heilbrigðum tönnum:
Burstaðu tennurnar kvölds og morgna.
Borðaðu hollan og góðan mat á matmálstímum.
Drekktu vatn sem svaladrykk.
Borðaðu sem minnst af sætindum.
Veldu þér ávexti, grænmeti eða popp til að borða á milli máltíða.
Farðu reglulega í tanneftirlit.