
Nánar má sjá upplýsingar um tannheilsu á http://www.lydheilsustod.is/fraedsla/fraedsluefni/tannvernd/
Góð ráð til að viðhalda heilbrigðum tönnum:
Burstaðu tennurnar kvölds og morgna.
Borðaðu hollan og góðan mat á matmálstímum.
Drekktu vatn sem svaladrykk.
Borðaðu sem minnst af sætindum.
Veldu þér ávexti, grænmeti eða popp til að borða á milli máltíða.
Farðu reglulega í tanneftirlit.