Í kirkjugarðinum

Ritstjórn Fréttir

3. bekkur fór í heimsókn í kirkjugarðinn fimmtudaginn 17. apríl í tengslum við verkefnið Vinir Zippýs sem þau erum að vinna með í lífsleikni. Vinir Zippýs er alþjóðlegt lífsleikninámsefni sem er ætlað að efla geðheilbrigði barna og hefur verið notað með góðum árangri víða um heim.
Hugmyndin að baki Vinir Zippýs
Það eru bresk góðgerðarsamtök ,,Partnership for Children” sem sjá um útbreiðslu og samningu námsefnisins. Hugmyndin að baki námsefninu Vinir Zippýs er mjög einföld: Ef börnum er kennt að kljást á eigin spýtur við erfiðleika meðan þau eru ung munu þau verða betur undir það búin að takast á við vandamál og andstreymi á unglingsárum og fá fullorðinsárum. Börnunum er kennt að ráða fram úr erfiðleikum sem þau mæta í daglegu líf, að bera kennsl á og tala um tilfinningar sem þau bera í brjósti, og kanna færar leiðir til að kljást við tilfinningar sínar. Námsefnið er ekki síður samið með það fyrir augum að hvetja börn til þess að aðstoða aðra sem eiga við vanda að stríða (um verkefnið).