Í listgreinavali

Ritstjórn Fréttir

Í vetur hafa nemendur í 10 bekk verið einu sinni í viku í list og verkgreinavali. Þær greinar sem þau hafa verið í eru glervinna, bakstur, framandi matargerð,trémálun, vélsaumur, leirvinna, teikning og smíðar. Eitt af því sem þau hafa gert er að koma með eða uppskriftir sem þau hafa prufað á þeim árum sem þau hafa verið í skólanum. Nemendur í 10. bekk hafa lokið list og verkgreina námi í grunnskóla og af því tilefni voru teknar nokkrar myndir af þeim við vinnu.
Þess má geta að á útskriftinni hjá 10 bekk verður fjórum nemendum veitt viðurkenning í List og verkgreinum fyrir frammistöðu, framfarir og vinnubrögð.