Bókasafnið fær glæsilega gjöf

Ritstjórn Fréttir

Í dag barst bókasafni skólans glæsileg gjöf frá foreldri í skólanum. Þetta er Saga Reykjavíkur sem eru 6 bækur. Saga Reykjavíkur – í þúsund ár tvö bindi, Saga Reykjavíkur – Bærinn vaknar tvö bindi og Saga Reykjavíkur – Borgin einnig tvo bindi. Þessar bækur eiga eftir að gagnast vel í ritgerðavinnu og annaðri vinnu nemenda við skólann. Hilmar aðstoðarskólastjóri og Jóhanna bókasafnsvörður voru glaðbeitt þegar þau tóku við bókunum.