Skólinn fær styrk

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi fékk styrk úr Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2008. Sjóðsstjórn ákvað að veita styrki til 87 verkefna árið 2008, samtals rúmar 18 milljónir króna. Verkefnið sem skólinn fékk styrk til heitir „Upplýsingatækni og kennarinn“. Verkefnið fer fram næsta skólaár og miðar að því að skoða hvernig kennari getur nýtt sér betur tölvur og upplýsingatækni í kennslu. Sjá nánar á vef Menntamálaráðuneytisins