Gaman saman

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 31. janúar er ætlunin að leysa upp hefðbundna stundaskrá hjá 8. – 10. bekk milli kl 12 og 14. Þá verður öllum stefnt í íþróttahúsið og er þar ætlunin að nemendur leiði saman hesta sína í ýmsum íþróttagreinum.

Ekki er þar þó um hefðbundnar greinar að ræða heldur verður keppt í ýmsu sem ekki er keppt í að jafnaði. Má þar til dæmis nefna „bruðuát“. Nemendum verður skipt upp í 9 lið og vinnur það liðið sem bestum árangri nær í öllum greinunum.