Nemendur í 4. – 6. bekk hafa verið í nýjum leik í frímínútum síðustu daga. Teiknaður hefur ferhyrningur á stéttina með fjórum reitum með tölustöfunum 1 upp í 4. Notaður er bolti sem er blakað á milli þátttakanda. Fjórir eru inn á í einu, einn í hverjum reit. Leikurinn felst í því og reyna að koma einhverjum öðrum út úr leiknum. Sá sem dettur út fer aftast í röðina og nýr leikmaður kemur inn á. Ekki eru nemendur sammála hvað leikurinn heitir. Sumir sega að hann heiti Póló en aðrir Ostur. Það skiptir kannski ekki aðalmáli, aðalatriðið er að hafa gaman saman og allir geta verið með.