Tálgað og grillað

Ritstjórn Fréttir

16 nemendur í 1. – 3. bekk hafa verið í smiðjum síðustu vikur þar sem þau lærðu að lesa í skóginn og tálga í tré. Farið var yfir reglur um það hvernig á að umgangast bitverkfæri og nota tálgunarhnífa. Þau tálguðu greinar sem þau notuðu til að baka skógarbrauð á grillinu í Skallagrímsgarði. Þau fóru í ratleik, fundu spurningar sem hengdar voru í tré og þau svöruðu þeim. Einnig fræddust þau um garðinn og týndu rusl í garðinum. Að lokum var farið í leiki. Nemendur höfðu mjög gaman að þessu og höfðu á orði að þeim langaði að gera þetta aftur.
Hér svo uppskriftin að skógarbrauðinu
13 dl. hveiti
3 dl. hveitiklíð
1 msk. sykur
1 tsk. salt
5 tsk. Þurrger (1 bréf)
6 dl. volg undanrenna (3 dl. vatn og 3dl. mjólk)
2 msk. Matarolía
Mjólk til penslunar
(Ólafur Oddsson 2003:29)