Gróðursetning

Ritstjórn Fréttir

Í dag fór 10. bekkur ásamt umsjónarkennara sínum Kristíni Einarsdóttur og Hilmari aðstoðarskólastjóra upp að Borg að gróðursetja. Gróðursettar voru 252 rússalerki (Metsa ihala) og 252 sitkagreni (sevard) sem komu frá Barra á Egilsstöðum! Rússalerkið var gróðursett í og við „lerkiholtið” og greni efst (NA) í flóanum, þar sem greni hefur verið gróðusett undanfarin ár.
Það var napurt, skýjað, N 10, 4°C og rigning. Það kom hagl á okkur á meðan gróðusetning fór fram og gránaði í fjöll!
Ferðin gekk í alla staði vel fyrir sig, nemendur stóðu sig frábærlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Skoða myndir