Sveitasmiðja

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 9. Maí fór fyrsti hópurinn af 6 í heimsókn í Mófellsstaðakot, en nemendum í 2. – 3. bekk er boðið upp á sveitasmiðju. Þar fá nemendur að kynnast sveitastörfum og þá sérstaklega sauðburði. Einnig þurfa þeir að leysa smá verkefni sem snýr að landbúnaði. Ánægjan skein úr augum barnanna og skemmtu þau sér mjög vel. Skoða myndir