9. bekkur í óvissuferð

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 9. bekk fóru í óvissuferð um Suðurland í þriðjudaginn 13 maí. Byrjað var að skoða Veiðisafnið og Draugasetrið á Stokkseyri. Borðað var í hádeginu á veitingastaðnum Fjöruborðinu, enda miklir heimsborgarar í 9.bekk. Þegar flestir voru orðnir saddir var haldið á Selfoss og skoðaður Vallaskóli og glæný Félagsmiðstöð unglinga á Selfossi. Á heimleiðinni var stoppað í Eden í Hveragerði og allir fengu ís. Þessi ferð var mjög skemmtileg og nemendur voru skóla sínum og sjálfum sér til sóma. Sjá myndir