Það var fjör í íþróttahúsinu núna í hádeginu þegar nemendur 8.-10. bekkja komu þar saman til þess að etja kappi í ýmsum keppnisgreinum. Sjá Mynd.
Hópnum var skipt í 8 lið, þvert á bekki, og var hvert lið í sérstökum búningum sem hannaðir voru í gær eða þá á staðnum. Var svo keppt í bruðuáti, hanaslag, eggjakasti, boðhlaupi, blaðakasti o. fl. Viðurkenninar voru veittar fyrir stigahæsta liðið og bestu búningana. Var ekki annað að sjá en allir skemmtu sér hið besta. Íþróttakennarar sáu um skipulagningu og umsjónarkennarar aðstoðuðu við framkvæmd.