Sumarstarf Tómstundaskólans í Borgarnesi fyrir 1.-7. bekk

Ritstjórn Fréttir

Tómstundaskólinn í Borgarnesi verður opinn í sumar frá 1. – 20. júní, frá kl. 08.00 til 17.00 virka daga. Boðið veður upp á fjölbreytt og skemmtileg viðfangsefni fyrir nemendur í 1. – 4. bekk auk þess sem fjölbreytt námskeið verða í boði fyrir nemendur í 5. – 7. bekk.
Meginmarkmið námskeiðanna er að kynna þátttakendum hina ýmsu tómstundaiðju og gefa þeim tækifæri til að taka þátt í skipulögðum tómstundum, vinna að skapandi verkefnum og virkja þannig sköpunarkraftinn og hvetja til góðs lífsstíls.
Í sumar verður framboð listnámskeiða aukið og verða m.a. eftirfarandi námskeið í boði fyrir 1. – 4. bekk:
• Íþróttaskóli UMSB þar sem m.a. verður farið í boltaíþróttir, frjálsar íþróttir, leiki, ævintýra-og óvissutíma
• Danskennsla
• Kofabyggð
• Myndlistanámskeið
Það er nýjung í starfi Tómstundskólans að bjóða nemendum 5. – 7. bekkjar þátttöku. Þessum aldurshópi er nú boðið upp á fjölbreytta dagskrá yfir sumartímann. Meðal þess sem boðið verður upp á er:
• Danskennsla
• Kofabyggð
• Myndlistanámskeið
• Málmsmíði
Allar skráningar í Tómstundaskólann og á listnámskeiðin eru á vegum Tómstundaskólans. Skráningargögn verða send út síðar.
Nánari upplýsingar veitir
Gunnhildur Harðardóttir, forstöðumaður Tómstundaskólans.
Sími 866-9558