Útikennsla

Ritstjórn Fréttir

Veðrið hefur verið gott hér síðustu daga, sól og blíða. Nemendur og kennarar hafa nýtt sér það og fært ýmsa kennslu út á skólalóð. Í gær voru nemendur í leðurvinnu að vinna ýmis verkefni undir berum himni. Eins voru nokkrir nemendur á yngsta stigi að mála listaverk. Ljósmyndari var á staðnum og náði þessum myndum af þeim við vinnu.