Minnkum slysahættu

Ritstjórn Fréttir

Þeir sem aka börnum sínum í skólann á morgnana eru beðnir um að aka ekki inn á skólalóðina. Best er að hleypa börnunum út við „himnastigann“ eða Helgugötumegin við skólann.
Í hálku og myrkri skapast oft hætta þegar margir bílar eru á ferðinni í þrengslunum á Gunnlaugsgötunni og við bílastæði skólans. Það er misskilningur að börnin komist ekki öðruvísi þennan spöl sem um er að ræða. Tökum nú höndum saman um að lágmarka umferð ökutækja af Gunnlaugsgötunni inn að skólalóð.