Upplestrarkeppni í 6. bekk

Ritstjórn Fréttir

Haldin var upplestarkeppni fyrir nemendur í 6. bekk miðvikudaginn 14. maí í félagsmiðstöðinni Óðali. Nemendur fluttu hver eitt ljóð sem þau voru búin að æfa síðustu vikur. Þau stóðu sig öll með prýði og fengu verðlaunaskjal fyrir þátttökuna. Dómnefnd var því vandi á höndum að velja þau sem stóðu sig best. Í dómnefnd voru þær Kristín og Margrét kennarar við skólann. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Í þriðja sæti var Sólveig, í öðru sæti var Lára og í fyrsta sæti var Hanna. Foreldrar komu með ýmsar kræsingar sem voru snæddar á meðan dómnefnd var að störfum. Skoða myndir