Vinir Zippý

Ritstjórn Fréttir

Eftir áramótin hefur 3. bekkur verið í lífsleikniefninu Vinir Zippý. Námsefnið byggist á sex afmörkuðum þáttum og er sérstök saga tengd hverjum þætti. Í sögunum er tekist á við ýmis vandamál sem eru vel þekkt meðal ungra barna eins og t.d. vináttu, að eignast vini og missa þá, einelti, breytingar og missi. Í umræðunum um efni sögunnar eru nemendurnir hvattir til að koma með lausnir á þeim vandamálum sem upp koma í sögunni. Í síðasta tíma í námsefninu er gert ráð fyrir útskriftarhátíð og fór hún fram í gær fimmtudag í mjög góðu veðri. Farið var á Bjössaróló, þar sem nemendur fengu afhent viðurkenningarskjal og boðið var upp á grænmeti og djús. Skoða myndir