Upplestrarkeppni í 5. bekk

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudaginn 7. maí var haldin upplestarkeppni fyrir nemendur í 5. bekk í félagsmiðstöðinni Óðali. Nemendur fluttu ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. Þau stóðu sig öll vel og fengu verðlaunaskjal fyrir þátttökuna. Dómnefnd var því vandi á höndum að velja þau sem stóðu sig best. Í dómnefnd voru þær Björg Kristófersdóttir og Margrét Jóhannsdóttir kennarar við skólann. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Í þriðja sæti var Guðmundur Steinar Guðmundsson, í öðru sæti var Sandri Shabansson og í fyrsta sæti var Guðrún Saga Jónsdóttir. Foreldrar komu með veitingar sem voru snæddar á meðan dómnefnd var að störfum.´