Skyndihjálp og starfskynningar

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 10. bekk voru á skyndihjálparnámskeiði síðustu viku og stóðu sig með sóma. Þar lærðu þau helstu undirstöðu atriði í skyndihjálp. Nemendur geta svo nýtt sér þetta námskeið sem einingu í framhaldsskóla. Í dag fóru nemendur í kynningu á starfsemi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Á þriðjudag og miðvikudag verða nemendur í starfskynningum hjá fyrirtækjum og stofnunum hér í sveitarfélaginu. Fimmtudagurinn verður svo notaður til að vinna úr starfskynningunum sem nemendur nota sem kynningu á Rótarýfundi. Á föstudaginn verður farið í Sparisjóð Mýrarsýslu og Menntaskóla Borgarfjarðar.