Nemendur og kennarar í 4. bekk mættu í náttfötum í skólann á mánudaginn. Í lok dags var horft á mynd og borðað popp. Þetta var síðasti kennsludagur Sóleyjar Birnu umsjónakennara í 4. SBB en hún verður ekki meira með á þessu skólaári. Hún var því að kveðja nemendur sína. Ekki var annað að sjá og heyra en að nemendur hefðu gaman að því að koma í náttfötum í skólann og fá popp og bíó. Skoða myndir