Á málverkasýningu

Ritstjórn Fréttir

Valhópur í myndmennt úr 9. bekk fór að skoða málverkasýningu Guðmundar Sigurðssonar. Sýningin fer fram í Safnahúsi Borgarfjarðar. Guðmundur er fyrrverandi skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi. Sýningin heitir „Finndu mig í fjöru“. Nemendur skoðuðu verkin og unnu verkefni sem tengjast verkum Guðmundar.