Þriðjudaginn 20. maí fóru nemendur og kennarar í 6. bekk í ferð. Fyrst var komið við í Reykholti. Nemendur hafa verið að læra um Snorra Sturluson í vetur og því var ákveðið að fara í Reykholt og skoða söguslóðir Snorra. Sr. Geir Waage tók á móti hópnum við Snorrastofu. Farið var inn í kirkjuna og sr. Geir fræddi nemendur um Snorra og hvernig lífið var í Evrópu og Íslandi á tímum hans. Nemendur hlustuðu á Geir og spurðu hann spurninga. Eftir góða og fróðlega stund í kirkjunni var gengið út í góða veðrið. Gengið var um svæðið og fengu nemendur fræðslu um það sem tengdist Snorra á hverjum stað.
Næst var haldið í Húsafell og nestið borðað. Þar var uppblásinn belgur þar sem nemendur gátu hoppað á. Hann vakti mikla lukku hjá nemendum og kennurum sem hömuðust á belgnum í góða stund. Sumir fóru og könnuðu nágrennið og fundu læk og busluðu smá enda veðrið frábært. Á bakaleiðinni var komið við í hjá Hraunfossum og Barnafossi.