Leiksýning á miðstigi

Ritstjórn Fréttir

Smiðjur á miðstigi fara fram einu sinni í viku. Nokkrir nemendur voru í leiklistarsmiðju og æfðu þrjá stutta leikþætti. Þeir fjölluðu um Sæmund fróða, brúðkaup og forseta og Idol. Síðasta miðvikudag var komið að því að sýna leikþættina. Nemendur á miðstig söfnuðust saman í náttúrufræðistofunni. Ekki var annað að sjá og heyra en að allir skemmtu sér vel bæði áhorfendur og leikendur. Skoða myndir