Leikir og grill

Ritstjórn Fréttir

2.bekkur fór út á Seleyri og í Hafnarskóg í morgun. Þar var farið í leiki og grillaðar pylsur í fjörunni. Þetta var einstaklega vel heppnuð ferð í góðu veðri og skemmtu sér allir mjög vel. Gaman var að sjá hve vel foreldrar mættu og tóku þátt í leikjum.
Haldið var heim á leið rétt fyrir hádegi og unnu síðan nemendur verkefni úr ferðinni í lok dags.
Mumma Lóa poppaði poppkorn yfir kolum og vakti það mikla lukku. Mikil ánægja var við leik við læk sem rann hjá. Byggð var stífla og var samvinna góð innan hópsins. Skoða myndir