Hjálmur og egg

Ritstjórn Fréttir

Nemendur fengu heimsókn mánudaginn 19.maí og þáðu reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanis. Í upphafi fræddi Íris skólahjúkrunarfræðingur krakkana um mikilvægi hjálmanotkunar. Hún sýndi þeim það með því að nota egg hvernig höfuð getur brotnað ef ekki er hjálmur notaður. Lögregluþjónn ræddi við nemendur og að lokum var þeim afhent gjöfin frá Kiwanimönnum.