
Föstudaginn 16. maí síðastliðinn fór 8.bekkur í ferð. Að þessu sinni var vorferð bekkjarins samstarfsverkefni foreldrafulltrúa og umsjónarkennara. Byrjað var á því að fara í Kópavoginn í Laser Tag. Eftir að hafa tekið þátt í æsispennandi keppni fengu nemendur gos og pizzu að snæða. Síðan var haldið sem leið lá í Árbæjarsafnið. Þar fengum við leiðsögn um sýningu um diskó og pönk tímabilin á Íslandi. Fengu nemendur meðal annars að sjá dæmigerð unglingaherbergi frá þessum tíma, taka nokkur spor á dansgólfinu og berja á trommur í bílskúr frá pönktímabilinu . Ferðin gekk vel og allir skemmtu sér hið besta.