Fiskasýning

Ritstjórn Fréttir

Í náttúrufræðistofu skólans er í dag hægt að skoða margskonar tegundir af fiskum. Hafa nemendur verið spenntir að kynna sér fiskana, sem margir hverjir eru ekki algeng sjón hér í Borgarfirði.
Þessi sýning kemur til vegna þess að nemendur 4. bekkja eru að læra um lífríki sjávar og svo vel vill til að eiginmaður eins kennarans hér er vélstjóri á togara og kom hann með fiskana með sér og sýndi hann, Jens Andrés Jónsson, nemendum einnig myndband um starfið um borð í togara. Eru honum færðar bestu þakkir fyrir. Hægt er að sjá myndir af sýningunni hér. (Mynd1 Mynd2 Mynd3 Mynd4 Mynd5)